„Það er búið að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem hluthafi 98% hlutar í bankanum.“ Sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins. Hún hvatti forsætisráðherra til að sjá til þess að kaupum Landsbankans á TM yrði rift án tafar.
„Hvað varðar skaðabótakröfu þá yrði hún sennilega mismunur á þessu tilboði og tilboðinu fyrir neðan, sem er hugsanlega í kringum átta milljarðar. Við ættum samt 20 milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu.“
,,Kaup Landsbankans á TM eru ekki í þágu almennings og þeim ætti að rifta,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Hún hvatti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra til að sjá til þess að kaupum Landsbankans á TM yrði rift án tafar. Hún sagði að jafnvel þó að borga þyrfti átta milljarða í skaðabætur væru 20 milljarðar eftir af kaupverðinu.
Hagnaður Landsbankans 29 milljarðar og 14,4 milljarðar í arð til hluthafa
Landsbankinn – Bankasýslan krefst þess að aðalfundi verði frestað