Matvælastofnun varar við neyslu á Ali og Bónus kjúklingi vegna gruns um salmonellu. Um er að ræða kjúklinga með rekjanleikanúmerið 215-20-25-1-01. Dreifing hefur þegar verið stöðvuð og innköllun hafin frá þeim verslunum sem fengu vöruna.
Fyrirtækið Matfugl efh. sendi upplýsingar til Matvælastofnunar. Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðsulotu:
- Vörumerki: Ali og Bónus
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Rekjanleikanúmer/lotunúmer: 215-20-25-1-01
- Dreifing: Bónus, Krónan, Fjarðarkaup, Iceland
- Síðasti notkunardagur 28.07.20 – 30.07.20
Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ
Umræða