Edda Björk Arnardóttir, sem nam syni sína þrjá á brott frá Noregi í óþökk föður þeirra, var handtekin í gær. Henni hefur þó verið sleppt eftir að aðfarargerð á heimili þeirra var frestað eftir að synir hennar neituðu að fara. Stjúpfaðir drengjanna var líka handtekinn. Þetta herma heimildir mbl.is.
Edda nam syni sína brott í mars síðasta ári og hafa þeir búið hjá henni á Íslandi síðan. Faðirinn er íslenskur en hefur búið í Noregi um árabil og bjó öll fjölskyldan þar áður en Edda og barnsfaðir hennar skildu. Norskur dómstóll úrskurðaði að drengirnir skyldu hafa lögheimili hjá föður sínum og að hann skyldi einn fara með forsjá þeirra, að sögn mbl.is
Þrír lögreglubílar, á vegum sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, mættu á vettvang fyrir utan heimili fjölskyldunnar síðdegis í dag og aðgerðirnar stóðu yfir í rúma tvo tíma. Þá var einnig lokað fyrir umferð við götuna.
Faðir drengjanna var einnig á vetvangi
Lögreglumenn eru farnir af vettvangi þar sem aðfarargerðinni var frestað eftir að synir hennar neituðu að gefa sig á hendur lögreglu. Þá var Eddu og stjúpföður drengjanna sleppt en þau sitja nú heima og eru óviss um hvenær lögreglan kemur aftur. Faðir drengjanna var einnig á vetvangi. Nánar er fjallað um málið á mbl.is
Handtökuskipun á móður sem nam börn á brott af heimili föðurs