Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins sem birti fyrst frétt af málinu.
Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Umræða