Lýsa yfir hættustigi
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna ákafrar jarðskjálftahrinu við Sundhjúkagíga, norðan Grindavíkur. Skjálftar geta orðið stærri en þeir sem hafa átt sér stað og gæti þessi atburðarrás leitt til eldgoss. Hins vegar eru engin merki enn um að kvikan sé að leita á yfirborðið. Fylgst er vel með framvindunni.
Eins og áður eru íbúar hvattir til þess að fylgjast með upplýsingagjöf á almannavarnir.is, vedur.is og í fjölmiðlum.
Hættustig Almannavarna þýðir að hætta fer vaxandi og gripið er til ráðstafana til að tryggja sem best öryggi þeirra sem á svæðinu búa/dvelja. Slíkt er gert með því að efla viðbúnað á viðkomandi svæði.
Snarpur jarðskjálfti 4,6 – Öflug jarðskjálftahrina við Þorbjörn og Fagradalsfjall
Umræða