Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður breytileg átt 3-10 m/s. Yfirleitt bjart um mest allt land en skýjað á vestanverðu landinu og sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. Þegar líður á daginn gæti gasmóða látið á sér kræla á suðvesturhorninu og gott er að fylgjast með loftgæðum á loftgaedi.is
Á morgun verður norðlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað norðanlands og áfram líkur á þoku við sjóinn fyrir norðan og austan. Léttskýjað sunnan heiða. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Líkur eru á stöku síðdegisskúrum.
Á sunnudag verður áfram norðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og lítilsháttar væta á víð og dreif en bjart að mestu sunnanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst. Spá gerð: 14.06.2024 05:45. Gildir til: 15.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Breytileg átt 3-10 m/s. Yfirleitt bjart veður en skýjað með köflum vestanlands og líkur á þokulofti við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 18 stig.
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun. Bjart með köflum fyrir norðan og sums staðar þoka við ströndina norðan- og austantil. Léttskýjað sunnan heiða. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast suðvestanlands.
Spá gerð: 14.06.2024 04:25. Gildir til: 15.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Að mestu skýjað og úrkomulítið, en léttskýjað sunnantil. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi, en svalast norðaustantil.
Á mánudag (lýðveldisdagurinn):
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og bjart með köflum, en skýjað og dálítil væta sunnanlands. Hiti 6 til 15 stig, svalast fyrir austan.
Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-8, skýjað og dálítil rigning, en þurrt norðaustantil. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Á miðvikudag:
Sunnan- og suðaustanátt með rigningu vestanlands, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti 6 til 11 stig.
Á fimmtudag (sumarsólstöður):
Útlit fyrir breytilega átt og víða dálitlir skúrir. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 14.06.2024 09:08. Gildir til: 21.06.2024 12:00.