Verslun IKEA í Kauptúni verður lokað frá og með morgundeginum, 24. mars, vegna herts samkomubanns sem tekur gildi á miðnætti. Verslunin verður lokuð um óákveðinn tíma samkvæmt tilkynningu IKEA:
Kæru viðskiptavinir
Til að tryggja öryggi bæði starfsfólks og viðskiptavina hefur verslun IKEA verið lokað tímabundið. Við vitum að heimilið er skjól okkar fyrir amstri umheimsins og það hefur sjaldan eða aldrei átt betur við en núna.
Við hvetjum alla til að fara varlega og hlökkum til að sjá ykkur þegar ástandið er liðið hjá. Vefverslunin er opin allan sólarhringinn!
Hér má finna nánari upplýsingar um Smelltu og Sæktu! Hér má finna nánari upplýsingar um aðrar þjónustuleiðir.
https://gamli.frettatiminn.is/fyrirtaeki-geta-sott-um-ad-fresta-greidslum-i-sex-manudi/