Hvalveiðibátar hefja veiðar á langreyðum eftir helgi, en veiðar hefjast að óbreyttu 1. september. Þann dag fellur úr gildi bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði á degi áður en vertíðin átti að hefjast þann 21. júní s.l.
Bannið var lagt á vegna þess að veiðarnar töldust ekki samræmast lögum um velferð dýra. Í skýrslu MAST sem birtist í sumar en þar kom fram að í um fjórðungi tilvika þurfti að skjóta hvalina oftar en einu sinni til að aflífa þá.
Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að hægt verði að stunda veiðarnar fram undir lok september, ef veður leyfir. Hann telur að breytingar hafi verið gerðar til að gera aflífun langreyða fljótlegri.
Hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ímynd landsins – Neysla á hvalkjöti minnkað um 99%
Umræða