Matvælaráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hvalveiðar verði leyfðar í sumar en innan við mánuður er í að veiðar ættu að hefjast. Hún hefur óskað eftir enn fleiri umsögnum um málið og gerir ráð fyrir niðurstöðu í næstu viku.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, er enn að gera upp hug sinn varðandi hvalveiðar. Nú er verið að vinna frekar gögn fyrir hana til þess að hún geti tekið ákvörðun um hvort leyfa skuli veiðarnar í sumar. Þetta kom fram í viðtali ríkisútvarpsins við matvælaráðherra.
Hvalur hf sótti um veiðileyfi í janúar og veiðar ættu að hefjast núna í júní. Óljóst er hvað verður af hvalveiðivertíðinni þar til Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra birtir niðurstöðu um afgreiðslu umsóknarinnar.
Matvælastofnun sendi matvælaráðuneytinu eftirlitsskýrslu um hvalveiðar í síðustu viku en Bjarkey er ekki tilbúin til að taka afstöðu eins og staðan er nú, og hefur óskað eftir frekara áliti.
„Umsókn Hvals verður send út núna til umsagnar til ákveðinna hagaðila og stofnana sem ber að fjalla um málið. Þannig það er eitthvað að gerast, einhver hreyfing á málinu.“
,,Greinilega ánægður með hvalveiðimálin og stjórn efnahagsmála“