Veðurhorfur á landinu
Austan og norðaustan 5-13 m/s og snjókoma með köflum, en 13-20 og talsverð slydda eða snjókoma suðaustanlands. Bjart með köfum á Vesturlandi. Víða vægt frost en allt að 5 stiga hiti syðst. Dregur úr vindi og styttir upp fyrir austan seinnipartinn.
Breytileg átt, 3-8 m/s í fyrramálið og skýjað, en él eða dálítil snjókoma norðan- og austantil. Gengur í suðaustan 13-20 m/s eftir hádegi með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðar rigning, hvassast syðst. Úrkomulitið fyrir norðan og austan, en snjókoma með köflum annað kvöld. Hiti víða nálægt frostmarki, en hiti 2 til 7 stig syðst. Spá gerð: 29.03.2025 11:53. Gildir til: 31.03.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðvestan 13-20 m/s, hvassast á Norðurlandi. Rigning eða slydda framan af degi og síðar él, en úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr vindi seinnipartinn, en gengur í suðaustan 10-15 með slyddu eða rigningu S-til um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast eystra.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt, kaldi eða strekkingur og él eða dálítil snjókoma. Hiti nærri frostmarki.
Á fimmtudag:
Hæg sunnanátt og skýjað með köflum, en kaldi og sums staðar væta vestast. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Útlit hæga vinda og hlýindi. Skýjað á vestanverðu landinu, en annars yfirleitt léttskýjað.
Spá gerð: 29.03.2025 08:18. Gildir til: 05.04.2025 12:00.