Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 hefur Ísland veitt samtals um 11,5 milljarða króna í stuðning við Úkraínu, þar af flokkast 5,8 milljarðar sem varnartengdur stuðningur.

Í febrúar 2025 ákvað íslenska ríkisstjórnin að auka varnartengdan stuðning um 2,1 milljarð króna, þannig að heildarframlag Íslands á þessu ári nemur 3,6 milljörðum króna. Þessi aukning er meðal annars til að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt þingsályktun og ályktunum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins.
Í þessu samhengi má segja að Ísland noti sem nemur þeim auknu veiðigjöldum sem hafa verið boðuð á sjávarútvegsfyrirtækin til þess að senda úr landi og þá til Úkraínu. Eðlilegra væri að nota þá fjármuni í innviði sem hafa grotnað niður í tíð fjórflokksins undanfarna áratugi og til sjávarplássa sem voru lögð í rúst.
Veiðigjöldin voru um tíu milljarðar en ríkið greiddi með sjávarútvegnum frá því að kvótakerfið var sett á fyrir 40 árum. Kostnaður þjóðarinnar við að þjónusta sjávarútvegsfyrirtækin á ári voru rúmir ellefu milljarðar en veiðigjöldin aðeins tíu en verða núna um tuttugu milljarðar.
Ég fanga að ríkisstjórnin hafi farið í þessa „leiðréttingu“ og ef hún hefði verið gerð í upphafi fyrir 40 árum, þá hefði það skilað þjóðinni 400 milljörðum og réttum launum til sjómanna sem eiga launakröfur 40 ár aftur í tímann.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum námu erlendar skuldir hins opinbera um 2.689,6 milljörðum króna árið 2023. Þar af voru skuldir ríkissjóðs um 82 milljarðar króna árið 2024. Þessar tölur gefa til kynna að erlendar skuldir íslenska ríkisins hafi aukist á síðustu árum. Á sama tíma og þjóðin er að brotna undan erlendum skuldum, tökum við lán til að senda peninga sem við eigum ekki, til Úkraínu.
Þeir 400 milljarðar sem vantað hefur í kassann frá upphafi kvótakerfisins, hefðu skilað okkur alvöru heilbrigðiskerfi og betri lífskjörum. Vissulega veita þessir 400 milljarðar mjög fáum mjög góð lífskjör en innistæður á Tortóla gera lítið gagn fyrir land og þjóð.