Í fyrrasumar réði Fiskistofa tvo norska dýralækna til að rannsaka hve langan tíma það tæki hrefnur og langreyðar að drepast eftir að búið var að skjóta sprengiskutlum í dýrin við hvalveiðar. Norðmenn voru fengnir til verka hér við land þar sem þeim hafa langa reynslu og sérþekkingu í að gera slíkar mælingar við hrefnuveiðar í Noregi.
Fréttamiðillinn Skessuhorn birti frétt af málinu og þar segir jafnframt: Óhagstæð veðurskilyrði í fyrra sumar gerðu það þó að verkum að ekki gáfust tækifæri til þessara rannsókna á hrefnuveiðunum. Hins vegar var aflífunartími mældur fyrir 50 langreyðar. Nú liggja niðurstöður fyrir.
Af 50 langreyðum drápust 42 langreyðar, eða 84%, samstundis við það að skutull hæfði dýrin. Þetta er ívið hærra hlutfall en Norðmenn hafa náð í hrefnuveiðum sínum. Átta langreyðar (16%) drápust ekki samstundis og voru skotnar aftur. Miðgildi fyrir aflífunartíma þeirra sem ekki drápust samstundis var 8 mínútur.
Fyrirhugað er að kynna niðurstöður þessara mælinga á fundi sérfræðinga um aflífun hvala sem haldinn verður á vegum NAMMCO (The North Atlantic Marine Mammal Commission) í nóvember á þessu ári. Vefur Fiskistofu greinir frá þessu og birtir jafnframt hlekk á skýrslu eins af norsku dýralæknanna sem stóðu að þessum rannsóknum. Hana má sjá með því að smella hér.
,,Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag“